Axlar björn Axlar Björn var til eins og flestir vita og bjó í Öxl í Breiðavík, og það má halda því framm með
nokkrum rökum að hann hafi verið fyrsti ferðaþjónustubóndinn í héraðinu sem sögur fara af.

Þetta lag er meistarastikkið hans Eyþórs á plötunni og eitt af fáum lögum sem textinn er
samin við eftirá og það voru mikil heilabrot að finna réttu söguna við þetta mjögsvo vanmetna lag

KELI


Axlar björn

Norðankulið næðir fjöll og sker,
nísti þá sem stóðu og biðu hér.
Við dæmum þig, djöfull þessa lands,
deyðu og farðu beint til andskotans.

Hrafnar fljúga, hringa þennan stað
og hljótt er þingið sem að dóminn kvað.
Brjótið limi, bindið skálk við stein,
berjið hann uns sálin verður hrein.

Hann girntist fé og glóð í augum brann,
gladdist við hvern þreyttan ferðamann.
Hann myrti konur, menn og þeirra börn
og morkin líkin fylltu íglutjörn.

Það árið fréttist margt og fólskan vex,
fimmtánhundruðnítíuogsex.
Þeir tóku hann við Knarrarkirkjuþil,
kappastóð, að gera lögum skil.

Við Laugarbrekku endar ævi þín,
Axlar Björn, við mikla kvöl og pín.
En Björn frá Öxl að böðli glottir kalt,
er blóð hans streymir niðrá grjótið svalt.

Ef ferðu einn á jálk um jaðarslóð,
þar jafnvel sést í rústum drjúpa blóð.
Þar helköld sálin harmar örlög sín,
en hlær svo þegar norðanáttin hvín.

til baka