Mér fannst þetta lag alltaf mjög skemmtilegt leikrænt atriði á sviði, það kom fyrir að við Inga
hálfslógumst á tónleikum og áhorfendur héldu gjarna að við værum búin að vera gift í 15 ár,
sem er algjör vitleysa, Inga er gift honum Ragga sínum
og ég sjálfur er mikið einhleypari en ég kæri mig um.
Annars er efni textans algjör skáldskapur og öll líkindi við raunverulegar persónur tilviljun ein.

Þorri samdi lagið við textann með nákvæmlega þennann flutning í huga
og það er bara þrælgott hjá honum, eða mér finnst það allavega.

KELI


Dúett

Ég er hætt að hella uppá kaffi,
handleika víxla og kúst.
Hætt minn djöful að draga,
dapurlegt lífið er rúst.

Ég er farinn að finna mér annan,
sem fattar að ég á mér sál.
Þú aumur til andskotans farðu,
éttu skít, farvel og skál.

Hættu að tuða, hugsa og suða,
hent´í mig ísköldum bjór.
Kerling þú skælir, volar og vælir,
vandfundinn slappari kór.
Leggstu á bakið og liggðu þar flöt,
mig langar að fylla í þín göt.

Ég er hætt að halla mér aftur,
horfa á þig rymja eins og naut.
heldur mun hálfdrætting betri,
hleypa í mitt líttvirta skaut.

Eigðu svo andskotans bastlið,
ofbeldi, drykkju og slef.
Ég ætla að böðlast í burtu,
og brosa á meðan ég sef.

Þegiðu kona, það ætl´ ég að vona,
að þú munir hugsa þinn gang.
Hnefanum beiti, vægð ekki veiti
er vandinn mér færist í fang.
Uppvaskið bíður, eldaðu graut!
Ég á þig, ég sigurinn hlaut.

Ég er hætt að hlusta á þig blóta,
bless.

til baka