Þetta er mitt uppáhalds á plötunni, bæði finnst mér vænt um textann
og þegar þetta er flutt þá fíla ég mig sem sögumanninn sem ég vil
vera, en ekki sem einhvern söngvaraskratta og mér finst lagið alveg stórgott.

Þorri samdi lagið, sem var það fyrsta "eftir að Jökull fór út".

KELI


Gangsetningar vísur Lödumæðu

Sumir fáa eiga að
aðrir bara væla.
karlmenn fráleitt kunna það
sem kerlingarnar pæla.
lífið er hvorttveggja leti og prang
og Ladan fer ekki í gang.

Allt er kennt við auð bæði og fé
eða skuldadaga.
Sumir hafa höll sér úr tré,
hinir tóma maga
launþungar byrgðar mér lyftast í fang
og Ladan fer ekki í gang.

Mergsogið veskið mitt vælir af kvöl
og vonirnar ófáar hrynja.
Fráleitt er til fyrir ísköldum öl
eða innfluttum konum sem stynja.
Lifrin þarf tár einsog laufblöð og þang
og Ladan fer ekki í gang.

Húmorslaust er þetta harðinda líf
og helvíti mun vera svona:
Lögfræði stóðið með leiðindi stíf
og lekanda smitandi kona.
Mig langar til fjalla, liggja undir drang
en Ladan fer ekki í gang.

Orrustan sigrast með svikum í haug
og svindlarinn bitana tekur.
Heppnin er umbreitt í ólukkudraug,
óbermis húskofinn lekur.
Mitt samfélag minnir á læstan leikvang
og Ladan fer ekki í gang.

Gröfin mín bíður svo gapandi að sjá
og geispandi prestarnir stynja.
Djúpt niðri ormarnir djöflast þér á
og dópjurt er ræktuð til minja.
Liðið stundar sitt Lækjartorgshang
og Ladan fer ekki í gang.

Allstaðar nú þennan óþverra sé,
endalaust bætist í flórinn.
Skaðræðis drullu ég skálma í hné
og skræfurnar fullkomna kórinn.
Líklega þarf ég að leggjast í bað
en Ladan fer ekki af stað.

til baka