Tvo vetur í röð var ég að vinna fyrir sunnan, og bjó þá hjá góðum félaga mínum
á Njálsgötunni en við kunningjarnir litum svo á að Vegas væri hverfispöbbinn okkar
og þangað fóru ansi margir þúsundkallar á þessum tíma.
það er engin vitleisa með nafnið á þessari forkunnarfögru strippgellu, þetta er atvinnuheiti
ungrar konu frá Kanada og megi gæfa fylgja henni í gegnum mannvonsku heimsins.

Lagið er eftir Þorra sem syngur það á plötunni, en helstu vandræðin voru að koma honum
í einhvern fyllibittu fíling, því að hann drekkur ekki og hefur aldrei gert.
Þorri var búinn að eiga þetta lag í dáldinn tíma þegar ég samdi textann við það.
Laura sjálf veit ekkert um að til lag um hana á Íslandi hjá nær óþekktri lókalhljómsveit.
Því miður.

KELI


Laura Lovelace

Myrkvuð er nóttin og mökkdrukkið lið,
muldrar og þvælist um bæinn.
Þær glenna um nætur og ganga um svið,
en þær gráta í koddann á daginn,
Hríðin er hörð og óvægin,
mig langar á búllu en leiðinn er köld.
Laura strippar í kvöld.

Þær dilla sér naktar og fyrir dálítið fé,
djöflast í skvapholda körlum.
Ég reika á barinn og í sukkinu sé,
svæðin með kostum og göllum.
Best var þó ein af þeim öllum,
ég sit bara og gleymi hvað lífið er ljótt.
Laura strippar í nótt.

Bölvun er mikil, hins blindfulla manns,
að baslast með kviknakta skrokka.
Það minnkar í flösunni og hýruna hans,
handfljótar dömurnar flokka.
Hún er klæðlaus með kolsvarta lokka,
lyftu upp seðli og legðu við þrep.
Laura strippar í drep.

Svo loka þeir barnum og ljósið er kveikt
og léttklæddar stelpurnar fara.
Þú urrar á verði, og út þér er fleygt,
og enginn þér nennir að svara.
Þú bölvar til vonar og vara,
það leka úr augunum lækirnir tveir,
Laura strippar ei meir.


til baka