Samtal við nafntogaðann trillukall á Arnarstapa.

Keli: Blessaður, hvað segirðu, ertu að drep´ann?
Trillukall: Nei helvíti, þetta er dauði og djöfull maður, ég hlýt að fara á hausinn bráðum.
Keli: Nú jæja fékkstu minna 50 þúsundkall í dag eða ertu bara óryðinn og pirraður?
Trillukall: Æ ég veit það ekki, sennilega bæði.
Keli: Veistu, þú þarft að fara að finna þér kellingu í útgerðarbaslið, einhverja öfluga.
Trillukall: Hún þyrfti ekki að vera svo öflug, bara að hún myndi beita svona 10 bjóð
á dag og eldaði sæmilegann graut þá væri ég ánægður.

Svona varð kveikjan af þessum texta og það er rétt að taka fram að þessi trillukall
er í hamingjuríkri sambúð í dag en konan hans beitir alls ekki en eldar því betur og meir.

Jökull Helgason samdi þetta lag eins og svo mörg önnur á fyrsta skeiði Hundslappadrífu
en þetta er það eina sem fór á plötuna, svona sem virðingar vottur frá okkur hinum.
Upphaflega útgáfan var bara gítar og bassi, enda vorum við bara 3 í bandinu þá.
Brynja á mestann heiður af þessari útgáfu lagsins, sem er nikka, gítar og mandolin.

KELI


Línudans í landi

Konan mín bakar og beitir
og bráðum kem ég í land.
Aflinn er ýsa, ekkert sem heitir
og undirmálsþorskur í bland.
Á trillunum verðum við tæplega feitir
en á togurum þar er það grand.

Konan mín bakar og beitir
og byrstir sig pirruð og örg.
Ástandið bölvað, þjakar og þreytir
þorskurinn glötuð lífsbjörg.
Heimilið örlitla hamingju veitir
háværu börnin mín mörg.
Konan mín bakar og beitir,
bólgin og skítug og fín.
Í bátinn okkar hún blótsyrðum hreytir
0g bölvaðan kallar mig svín.
Hvar í helvíti dragast svo fiskarnir feitir
sem fást ekki á línu til mín.

Konan mín bakar og beitir,
á banndögum drekkum við tár.
Sögurnar kjaftast um allar sveitir,
svæsnar og draga af mér dár.
Helvítis grannarnir frekir og feitir
fiskuðu meira í ár.

Konan mín bakar og beitir
og baráttan versnandi fer.
Blindfull á kvöldin hún bokkunni þeytir
bölvar svo kerfinu og mér.
Hafsins auður hamingju veitir
heillandi, hvað sýnist þér.

til baka