studio

Já já Stúdíóið mitt er oftast kallað Stúdíó Staðarsveit.

Stúdíóið en svona einn eitt af þessum áhugamálum sem bara stækka og stækka þar til maður er bara alltíeinu kominn með þokkalegan búnað.
Hjartað er tölvan, MAC G4 og í henni er m.a. Upptöku forritið Pro Tools, Digi 001 útfærslan.

Monatorar eru Event.

Micrófónar eru meðal annars:
Shure KSM 32
Shure KSM 109 (par)
og Røde NT 1 (par)
ásamt þessum hefðbundnu "venjulegu".

Einnig er formögnunargræja frá Focusrite sem heitir Oktopree en það er yfirleitt þannig að ef það vantar eitthvað af míkrofónum eða annað dót til geta tekið eitthvað upp, þó fer ég hreinlega bara í búðina og kaupi mér það .

Svo er náttúrulega haugur að köplum, snákur, Hedfóna magnari, Hedfónar, furðu míkrafónsstandar og fleira og fleira, mér finnst ég alltaf vera að kaupa eitthvað svona smádót enda er ég forfallin græjufíkill.


Í minni verkefni og ef þarf að taka upp hrá demó eða á mjög skrýtnum stöðum er notuð harðdisk upptökuvél frá korg sem heitir D16, nokkuð lúnkin græja.

Orginal hugmyndin með þessu öllu var að hafa græjur sem hægt væri að nota hvar sem er því að sýnt þótti að fjölmargt tónlistarfólk á illa heimangeingt til að taka upp efni sitt og negla á plötu. Nokkurskonar heimsendingarþjónusta á stúdíói, og hafa sumarbústaðir og veislusalir verið mest notaðir hingað til.

Þetta er ekki einusinni flókið, við komum bara með fullt skottið af allskonar tæknidóti, setjum upp tölvuna, leggjum snákinn, tengjum allt í míkrófónsformagnarann, splæsum við þær græjur sem listamaðurinn vill nota, stillum upp míkrófónum og svo ta traaaaaa gerist galdur og tónlistin verður varanleg.

Sérlegur upptökumaður hjá Stúdíó Staðarsveit er Björgvin Gíslason og eru græjurnar ekki leigðar út án hans.

Út komnar plötur sem teknar voru upp með þessum hætti eru:

Ólína, með listakonuni Ólínu Gunnlaugsdóttur á Hellnum, Snæfellsnesi, tekið upp á staðnum.

björgvin gíslason bio tekið upp í kjallaranum hjá meistaranum sjálfum.

Heflaðir með Sigga Hösk og Klakabandinu, tekið upp í Klifi Ólafsvík.

Sunnudagur í rútunni með Þorra, tekið upp í gítarskóla í Reykjavík.

Púnktur með Björgvin Gíslasyni, tekið upp í áðurnemdum kjallara.

Tíu vetra með Hundslappadrífu, tekið upp í Gíslabæ á Hellnum

Einnig er það orðinn dágóður slatti af lögum fyrir hina og þessa sem hefur dottið inn á harða diskinn.



Ég vil benda tónlistarfólki (sem aldrei hefur tekið upp eitt né neitt) víða um land á að þetta er ekki eins mikið mál og ætla mætti, það sem þarf er húsnæði þar sem er þokkalegur vinnufriður og síðast en ekki síst þarf góðar hugmyndir.

Svo eru hérna nokkur atriði sem hver sá sem ætlar í upptöku og útgáfu slaginn að kynna sér og gott er að vita eitthvað um, td að skoða reglur STEFs um höfundarrétt.
Ef menn ætla að framleiða upplagið sjálfir er rétt að kíkja hérna á SDC sem er sá geisladiska framleiðandi sem Íslendingar hafa notað einna mest undanfarin ár, miklar og góðar upplýsingar.
Og hérna geta áhugasamir sótt sér snið fyrir diskaumslög, þar eru ótrúlega margir möguleikar í gangi en gætið að því að þetta er síða frá U.S.A og uppgefin verð eru önnur en frá Evrópu (hærri held ég).

Svo er eiginlega allt um bransann hérna heima að finna á musik.is. Ef það er inní myndinni að kaupa bara græjur á eigin spítur þá er Pro Tools það gáfulegasta í stöðunni

Varðandi kostnaðinn á stúdíóinu mínu er það yfirleitt samningsatriði en díllinn er gjarnan á þann veg að tækin kosta eitt ákveðið fast verð p.r. verkefni en upptökumaðurinn er á tímakaupi og er öllum verðum að sjálfsögðu stillt í hóf.

Allar upplýsingar veitir Keli, sendið mail eða í síma 898 88 23.



Hafðu skoðun


mac